news

Blær bangsi kominn úr sumarfríi

06. 09. 2019

Í dag, föstudaginn 6. september var fyrsta föstudags-vinastund vetrarins. Börn og starfsfólk af öllum deildum hittust í salnum og sungu nokkur lög saman. Blær bangsi kom svo til baka í Holtakot eftir gott sumarfrí í Ástralíu, en Blær er einmitt frá Ástralíu og fer alltaf þangað á sumrin. Börnin sem byrjuðu hjá okkur í haust fengu afhenta hjálparbangsana sína sem fylgja þeim þar til þau hætta á leikskólanum.

Börnin sem byrjuðu hjá okkur í haust fengu afhenta hjálparbangsana sína sem fylgja þeim þar til þau hætta á leikskólanum. Skólahópsbörnin á Tröð og Hliði fengu það hlutverk að afhenda bangsana. Eldri börnin fengu bangsana í vinastundinni í salnum en þar sem að yngstu krílin á Seylu eru að klára fyrstu vikuna sína í aðlögun og sum hver enn svolítið óörugg, fóru þau ekki í söngstundina í morgun en skólahópsbörnin komu í heimsókn inn á Seylu og afhentu þeim bangsana sína. Vináttuverkefnið með Blæ er því formlega hafið fyrir veturinn.

© 2016 - 2019 Karellen