news

Bleiki dagurinn á Holtakoti

11. 10. 2019

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Október er mánuður tileinkaður Bleiku slaufunni. Föstudaginn 11. október er dagur bleiku slaufunnar og af því tilefni var bleikur dagur á Holtakoti bæði hjá börnum og starfsfólki. Margir mættu í einhverju bleiku þennan dag og boðið var upp á möndluköku með bleiku kremi í nónhressingu. Starfsfólkið skreytti borðið á kaffistofunni og gerði sér glaðan dag með bleiku skrauti og bleikum veitingum.

© 2016 - 2019 Karellen