news

Dansað í hveiti og kornflexi á Seylu

05. 12. 2019

Litlu krílin á Seylu fengu að sprella aðeins í morgun og breyta út af vananum þegar þau fengu að dansa í hveiti og kornflexi á bleiunni með jólatónlist í bakgrunni. Búið var að strá hveiti á gólfið inni í púðaherbergi áður en börnin fóru inn í herbergið. Sumir voru ekkert að tvínóna við þetta og skelltu sér í fjörið með mikilli gleði á meðan aðrir voru aðeins varari um sig og þurftu að meta stöðuna aðeins áður en þetta var kannað betur. Þegar börnin voru búin að venjast hveitinu og dansa og sulla í því í nokkra stund var kornflexi bætt við sem vakti mikla gleði. Þeim fannst mjög skrítið að finna fyrir kornflexinu undir iljunum en það fór vel í munni enda voru þau ekki lengi að týna kornflexið upp í sig og kjammsa vel á því.


© 2016 - 2020 Karellen