news

Ferð á ylströndina og leikvöll í Garðabænum

24. 06. 2019

Ferð á ylströndina í Garðabæ

Öll börn leikskólans og starfsfólk skelltu sér á ylströndina í Garðabæ fyrir hádegi á föstudaginn, mikill stemming var í hópnum að fara þessa ferð. Allir tóku með sér skóflu til að moka, nánast allir ætluðu að vaða smá en gleðin tók völd og flestir urðu vel blautir. Kíkt var á nærliggjandi leikvöll og allir skemmtu sér vel.

Ekki skemmdi svo fyrir að fara í strætó, þau hreinlega elska það. Allir komu heim með bros á vör eftir góða ferð.


© 2016 - 2019 Karellen