news

Ferð í Viðey

22. 08. 2019

Miðvikudaginn 21. ágúst fóru börnin og starfsfólkið á Hliði í vettvangsferð út í Viðey. Lagt var afstað snemma að morgni með strætó til Reykjavíkur og sem leið lá niður að Skarfabakka þar sem var beðið eftir að komast um borð í Viðeyjarferjuna. Börnunum fannst mjög spennandi að fara með skipinu. Viðey var gengin þver og endilöng, farið í fjöruna og kirkjan skoðuð bæði að innan og utan. Allir fengu hádegismat í Viðey og borðuðu af bestu list. Eftir langan og góðan dag var kominn tími til að halda heim á leið til baka með ferjunni og svo í strætó alla leið aftur á Álftanesið, margir voru þreyttir eftir þennan annasama dag og tóku sér örlitla kríu á síðustu metrunum aftur í leikskólann.

© 2016 - 2019 Karellen