news

Flottar gjafir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja

08. 05. 2019

Forsetahjónin hr. Guðni Th. Jóhannesson og frú Elíza Reid heimsóttu Fjölbrautaskóla Suðurnesja fimmtudaginn 2. maí síðast liðinn. Hjónin skoðuðu meðal annars verk eftir nemendur skólans þar sem þeir eru að smíða leikföng úr tré og járni. Nemendur hafa verið að gefa verkin sín áfram til leikskóla og tók Forsetinn það að sér að færa leikskólum á Álftanesi gjafir.

Við erum ákaflega þakklát fyrir þau leikföng sem forsetahjónin komu og færðu okkur fyrir þeirra hönd.

© 2016 - 2019 Karellen