news

Fyrsti danstími vetrarins

23. 09. 2019

Föstudaginn 20. september var fyrsti danstími vetrarins með Dagnýu Björk danskennara. Dansinn er einu sinni í viku í 6 vikur núna í haust en í ár eru tímarnir eftir hádegi á föstudögum.

Dagný Björk hefur verið með danskennslu á Holtakoti alveg frá því að leikskólinn opnaði fyrst fyrir 13 að verða 14 árum síðan og er þetta því orðin hluti af starfsemi skólans. Fyrst til að byrja með var dans á hverju hausti en árið 2012 var ákveðið að breyta til og vera með tónlistarkennslu annað hvert ár á móti danskennslunni.

Bæði börn og starfsfólk skemmta sér yfirleitt mjög vel í danstímunum og er mjög gaman að fylgjast með þeim framförum sem eiga sér stað á þessum 6 vikum, frá fyrsta tíma og að þeim síðasta. Börnin á Hliði og Tröð bjóða foreldrum sínum að koma og horfa á síðasta danstímann en á Mýri er tíminn tekinn upp á myndband sem er svo sýnt á opnu húsi í nóvember. Litlu krílin á Seylu fara hins vegar ekki í dans þennan veturinn þar sem að þau eru svo ung og sum hver ekki enn farin að ganga.

© 2016 - 2019 Karellen