news

Gerkarlabakstur

18. 11. 2019

Mánudaginn 18. nóvember hófst formlega undirbúningur fyrir opna húsið og rauða daginn með jólaföndri og tilheyrandi fjöri.

Þessa vikuna verða bakaðir gerdeigskarlar á öllum deildum eins og hefð er fyrir hér á Holtakoti, en í morgun voru það börnin á Mýri sem bökuðu sína karla og þótti það heldur betur skemmtilegt. Á meðan þau skreyttu karlana sína með negulnöglum hlustuðu þau á jólatónlist til að koma sér í gírinn.

Á þriðjudaginn baka börnin á Tröð, á miðvikudag baka börnin á Hliði og á fimmtudag baka börnin á Seylu. Þetta er alltaf heljarinnar fjör og farið að tilheyra jólunum á Holtakoti.

© 2016 - 2020 Karellen