news

Gleðilega páska

17. 04. 2019

Síðastliðinn föstudag 12. apríl héldum við okkar árlegu páskaveislu með því að hafa gulann og grænan dag, borðuðum páskalamb og allir fengu svo með sér heim lítið páskaegg og saltstangir í páskakörfuna sína sem börnin voru búin að föndra.

Við sendum öllum okkar bestu óskir um gleðilega páska og vonum að þið njótið samveru og gleði. Við minnum á að leikskólinn er lokaður rauðu dagana yfir páskahátíðina, Skírdag 18. apríl, föstudaginn langa 19. apríl og annan í páskum 22. apríl.

Kveðja frá starfsfólki og börnum á Holtakoti

© 2016 - 2019 Karellen