news

Gönguferð á Blikastíg

01. 08. 2019

Í morgun fóru börn og starfsfólk bæði af eldri og yngri deildum í gönguferð alla leið á leikvöllinn við Blikastíg. Lagt var afstað þegar allir voru búnir að borða morgunmat og ávexti. Litlu göngugarparnir stóðu sig öll ótrúlega vel eins og við má búast af þessum flottu krökkum. Eftir að hafa fengið að leika sér stutta stund í leiktækjunum var hoppað upp í strætó til þess að komast aftur í leikskólann fyrir hádegismat.

© 2016 - 2020 Karellen