news

Helgileikur á Ísafold

05. 12. 2019

Fimmtudaginn 5. desember fóru elstu börn leikskólans sem eru á Tröð og Hliði ásamt starfsfólki og stuðsveitinni Fjör að heimsækja gamla fólkið á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ. Börnin hafa verið undanfarnar vikur að æfa Helgileikinn sem þau sýndu fyrir foreldra og aðra gesti á opnu húsi leikskólans og fóru svo í dag og sýndu Helgileikinn fyrir fólkið á Ísafold. Fyrir ári síðan fór hópur frá Holtakoti með sömu sýningu fyrir gamla fólkið og það heppnaðist svo vel að beðið var um að börnin frá Holtakoti kæmu aftur þetta árið. Sýningin vakti mikla gleði hjá bæði heimilisfólki og starfsfólki Ísafold. Að sýningunni lokinni fengu börnin safa og kex áður en þau héldu aftur upp í rútu og heim í leikskólann.

© 2016 - 2020 Karellen