news

Hjóladagur á Holtakoti

29. 05. 2019

Miðvikudaginn 29. maí var hjóladagur á Holtakoti. Hjóladagar eru haldnir tvisvar á ári, í maí og aftur í ágúst.

Börnunum var skipt upp í hópa eftir árgöngum og skipt niður á ákveðin svæði. Börnin í skólahóp fengu að fara út fyrir leikskólalóðina og hjóla hringinn í kringum leikskólann. Börnin sem fædd eru árið 2014 og eru í Drekahóp fengu að hjóla á bílaplani leikskólans sem búið var að loka fyrir allri umferð í morgun.

Börnin í Strumpahóp sem fædd eru árið 2015 fengu að hjóla í stóra garðinum hjá Hliði og Tröð og nutu sín heldur betur.

Yngstu börnin okkar sem eru á Mýri og Seylu hjóluðu saman í litla garðinum fyrir framan Mýri.

Eftir hádegið fóru svo börnin aftur út að hjóla og leika sér. Skólahópsbörnin fengu aftur að hjóla í kringum leikskólann eins og um morguninn á meðan hin börnin hjóluðu í leikskólagarðinum í góða veðrinu. Dagurinn gekk glimrandi vel og allir skemmtu sér konunglega.

© 2016 - 2019 Karellen