news

Hreinsunardagurinn á Holtakoti

08. 05. 2019

Það voru galvaskir krakkar sem létu sig varða um umhverfið sitt og fóru út að tína rusl ásamt kennurum. Lögð var áhersla á að hreinsa svæðið í kringum leikskólann, bæði innan og utan skólalóðar. Töluvert af rusli kom í poka barnanna og var ruslið flokkað í anda Grænfánastefnunnar.

© 2016 - 2019 Karellen