news

Íþróttadagur á Holtakoti

21. 05. 2019

Í morgun var íþróttadagur á Holtakoti. Öll börnin tóku þátt, bæði á eldri og yngri deildum. Leikskólagarðinum var skipt upp í sex mismunandi stöðvar með fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum.

Boðið var upp á þrjár mismunandi Leikur að læra stöðvar þar sem börnin áttu ýmist að para saman stafi eða liti og telja fjölda, ásamt því að gera ákveðnar æfingar s.s. hoppa, fara í kollhnís o.fl.

Einnig var boðið upp á leiki með fallhlífina, krítarstöð og fótbolta. Börnin fóru á milli stöðva og fengu að prufa allt. Dagurinn var vel heppnaður þrátt fyrir að það hafi byrjað að rigna þegar allir voru nýkomnir út, en við létum það ekki stoppa okkur heldur skelltum við okkur bara inn í pollagalla og stígvél.


© 2016 - 2019 Karellen