news

Jólaálfar í heimsókn til barnanna

04. 12. 2019

Á Mýri, Tröð og Hliði búa litlir jólaálfar sem koma fram í dagsljósið í desember. Tveir álfar búa á hverri deild og fá að fara með sitt hvoru barninu heim á hverjum degi fram að jólum. Álfunum fylgja stílabækur, sem foreldrar hjálpa börnunum sínum að skrifa í um það sem barnið og álfurinn gerðu yfir daginn. Börnin koma svo daginn eftir með álfana aftur í leikskólann og í samverustund les kennarinn fyrir krakkana það sem var skrifað í bókina og svo er ákveðið hverjir taka álfana með heim í lok dags.

Álfarnir á Mýri heita Sveinki og Sveinka en þau eiga fallegar stílabækur sem fylgja þeim í fallegum rauðum pokum. Sveinki á græna jólabók og Sveinka á rauða.

Jólaálfarnir á Tröð heita Jón og Jóna og eiga fallegar jólastílabækur sem fylgja þeim í pokanum, Jón á jólasveinabók og Jóna á músabók.

Jólaálfarnir á Hliði heita Tóti og Sveinn og þeir eiga líka fallegar stílabækur sem fylgja þeim hvert sem þeir fara. Tóti á kisubók og Sveinn á Jólasveinabók.

© 2016 - 2020 Karellen