news

Jólaljósin tendruð á Bessastöðum

03. 12. 2019

Börnum í skólahóp og starfsfólki var í morgun, 3. desember, boðið út á Bessastaði þegar kveikti var á ljósunum á jólatrjánum. Hefð er orðin fyrir því að skólahópum leikskólanna er boðið að taka þátt í þessum degi ásamt yngsta stigi Álftanesskóla. Börnin og starfsfólk fóru með rútu að Bessastöðum þar sem forsetinn tók á móti þeim.

Börnin sungu nokkur jólalög þegar búið var að kveikja á trjánum og dönsuðu í kringum trén áður en þau settust niður og fengu heitt súkkulaði og piparkökur.

© 2016 - 2020 Karellen