news

Jólin kvödd á þrettándanum

06. 01. 2020

Í dag er þrettándinn, 6. janúar sem þýðir síðasti dagur jólanna. Af því tilefni hittust börn og starfsfólk í salnum og kvöddu jólin með því að syngja nokkur jólalög í síðasta skiptið fram að næstu jólum. Þegar búið var að syngja og tralla í salnum voru jólin í leikskólanum tekin niður og leikskólinn því kominn í sitt gamla horf hreinn og fínn að vanda.

Í morgun byrjaði einnig aðlögun á Seylu en það bætist í krílahópinn okkar núna í janúar og bjóðum við börnin og foreldrana velkomna til okkar á Holtakot.


© 2016 - 2020 Karellen