news

Mottumars á Holtakoti

15. 03. 2019

Ár hvert er marsmánuður tileinkaður körlum og krabbameinum í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Meginmarkmið Mottumars: Karlmenn og krabbamein er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum, hvetja alla menn og fjölskyldur þeirra til að vera meðvitaðir um einkenni krabbameina og sinna forvörnum, sem og að afla fjár sem gerir félaginu kleift að sinna fræðslu, forvörnum, rannsóknum, ráðgjöf og stuðningi fyrir karlmenn. 15. nóvember er Mottumars-dagurinn og starfsfólkið á Holtakoti gerði sér glaðan dag og mættu í skyrtum með bindi eða slaufu og sumar jafnvel búnar að græja á sig mottu í tilefni dagsins.

© 2016 - 2019 Karellen