news

Piparkökubakstur

04. 12. 2019Jólaundirbúningurinn er í fullum gangi enda desember genginn í garð. Á Holtakoti er hefðbundið starf að mestu komið í jólafrí og við taka hinir og þessir jólaviðburðir. Í morgun voru bakaðar piparkökur en sumir vildu nú bara borða kökudegið frekar en að búa til einhverjar kökur og þótti degið agalega gott á bragðið, þá aðallega yngstu krílin á Seylu. Börnin fengu að hnoða kúlur úr deginu sem voru svo bakaðar í eldhúsinu. Kökunum var svo pakkað inn og börnin fá að taka sínar kökur með sér heim í dag.© 2016 - 2020 Karellen