news

Strákurinn sem týndi jólunum

17. 12. 2019

Þriðjudaginn 17. desember komu til okkar þeir Ingi Hrafn og Jóel Ingi í leikhópnum Vinir með jólaleiksýningu í boði Foreldrafélagsins.

Sýningin heitir Strákurinn sem týndi jólunum og er barnaleikrit frumsamið af þeim félögum Inga og Jóel. Sýningin fjallar um óþekkan strák sem hefur týnt jólagleðinni.

Hann hlakkar ekkert til jólanna og ákveður að strjúka að heiman og fara eitthvert þar sem eru engin jól og ekkert jólastúss. En á leið sinni lendir hann í hinum ýmsu ævintýrum.

Á vegi hans verður Jólaálfurinn sem biður hann að fara í sendiferð fyrir sig þar sem hann hittir huglausan dreka sem getur hvorki flogið né spúið eldi, Grýlu sem langar óskaplega mikið í óþekkan krakka í jólasúpuna og tröll.

Allt fer þó vel að lokum og stráksi og Grýla finna bæði jólagleðina með aðstoð áhorfenda.

Þetta var mjög skemmtileg sýning sem náði vel bæði til barnanna og kennaranna sem sumir hverjir grétu úr hlátri.

© 2016 - 2020 Karellen