Karellen
news

Ágúst mánuður mættur til leiks

06. 08. 2021

Þá er ágústmánuður mættur og farið að síga á seinnihluta sumars. Það bættist aðeins í barnahópinn bæði á eldri og yngri deild í vikunni og starfsmannahópinn þegar þau mættu aftur í leikskólann eftir sumarleyfi. Vikan hefur bara verið nokkuð róleg hjá okkur enda mjög gott að geta bara verið í rólegheitum og kósý eftir langt frí.

Vikan byrjaði á því að við fluttum okkur um deildar. Það er búið að vera mikið um framkvæmdir á tveimur deildum hjá okkur, bæði á Tröð og Mýri en verið var að setja hita í gólfið á báðum stöðum. En nú eru deildarnar tilbúnar til notkunnar. Börnin sem hafa verið á Seylu (árgangur 2019) og Mýri (árgangur 2018) fluttu sig yfir á Tröð þar sem þau ætla að vera saman í vetur og börnin á Hliði og Tröð (árgangar 2016 og 2017) hafa sameinast inni á Hliði.

Vikan hefur gengið mjög vel og flestir áttu mjög auðvelt með að mæta aftur í leikskólann eftir frí og þótti bara spennandi að mæta á nýja deild með nýjum leikföngum og félögum og jafnvel nýjum kennurum. Þó að það sé yndislegt og öllum nauðsynlegt að fá frí, þá er líka gott að komast aftur í rútínuna í leikskólanum.

Veðrið hefur nú ekkert endileag leikið við okkur þessa vikuna, en við látum nú ekki rigninguna stoppar okkur og höfum verið mikið úti að leika og fara í gönguferðir, þó að við höfum verið blaut frá toppi niður í tær eftir útiveru þá skemmtum við okkur heldur betur saman úti.

Mánudaginn 9. ágúst mætir svo allt starfsfólk leikskólans aftur til vinnu og mikið af börnunum mætir aftur í leikskólann eftir sumarleyfi. Við hlökkum til að sjá alla aftur í næstu viku.

© 2016 - 2024 Karellen