news

Bangsaleit í vettvangsferð

26. 03. 2020

Börnin á Tröð og Hliði skelltu sér út í gönguferðir í morgun.

Börnin á Tröð fóru hring um hverfið og leituðu af böngsum í gluggum. Þau höfðu með sér litla tússtöflu og penna og skráðu niður hversu marga bangsa þau sáu á leiðinni með því að teikna strik fyrir hvern bangsa. Í lokinn hjálpuðust þau svo að við að telja strikin og komust að því að þau höfðu fundið samtals 70 bangsa í gluggum í Asparholti, Birkiholti, Klukkuholti og Lyngholti.

Börnin á Hliði fóru líka í gönguferð en þau gengu meðfram fjörunni og inn Sjávargötuna og stoppuðu á leikvellinum þar, gengu svo út götuna og skoðuðu bangsana í gluggunum. Svo gengu þau inn Vesturtúnið og fundu bangsa í gluggum þar og enduðu svo á að heimsækja leikvöllinn í Vesturtúninu áður en þau héldu aftur heim á leikskólann.

© 2016 - 2020 Karellen