news

Blómakransar

04. 06. 2020

Gróðurinn hefur aldeilis tekið góðan kipp í rigningunni undanfarna daga, grasið orðið grænt og blómin heldur betur sprottið. Börnin elska að tína blóm og fóru algjörlega á flug í útiverunni á miðvikudaginn 3. júní.

Þau tíndu heilan haug af blómum í fötur og vendi og gátu endalaust dundað sér við það. Hafdís, matráðurinn okkar skellti sér út til barnanna og hjálpaði þeim að útbúa blómakrans úr blómahafinu sem vakti mikla lukku hjá börnunum.

Gleðin skein úr augum barnanna enda voru þeir nokkrir kransarnir sem fóru með börnunum heim í lok dags.

© 2016 - 2020 Karellen