Karellen
news

Brunaæfing á eldri deild

04. 06. 2020

Það er alltaf nóg að gera á Holtakoti hvort sem er innan- eða utandyra enda er leikskólalífið fjölbreytt og skemmtilegt og enginn dagur eins.

Í vikunni voru börn og starfsfólk á eldri deild með umræður um hvernig á að bregðast við ef upp kemur eldur í leikskólanum okkar. En á hverju ári hefur slökkviliðið komið í heimsókn til okkar með fræðslu fyrir elstu börnin, en vegna COVID19 sá starfsfólkið um þessa fræðslu fyrir börnin þetta árið. Eftir miklar og skemmtilegar umræður var ákveðið að taka smá æfingu úr fataklefanum og út í garðinn okkar.

Börnin skriðu á fjórum fótum úr fataklefanum og út um svalahurðina inni á deild, og að sjálfsögðu er enginn tími til að klæða sig í skó ef upp kemur sú staða að það kviknar í og allir þurfa að yfirgefa leikskólann í snarhasti svo að það fóru allir út á tásunum. Börnunum þótti það nú ekki leiðinlegt enda ekki á hverjum degi sem maður fær að gera svoleiðis í leikskólanum.


© 2016 - 2024 Karellen