Karellen
news

Dagur íslenskrar tungu

16. 11. 2020

Íslenskuljóðið

Á íslensku má alltaf finna svar
og orða stórt og smátt sem er og var,
og hún á orð sem geyma gleði´ og sorg,
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.

Á vörum okkar verður tungan þjál,
þar vex og grær og dafnar okkar mál.
Að gæta hennar gildir hér og nú,
það gerir enginn - nema ég og þú.

Þórarinn Eldjárn

Börnin á Holtakoti æfðu og sungu, meðal annars, Íslenskuljóð Þórarins Eldjárns í tilefni af því að í dag 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Haustið 1995 ákvað rískisstjórn Íslands að tillögu menntamálaráðherra að Dagur íslenskrar tungu yrði fagnað árlega þann 16. nóvember. Árið á eftir, 1996 var dagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn þar sem athyglinni beindist sérstaklega að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðvitund og alla menningu og sérstök rækt helguð íslenskri tungu þennan dag. Fjölmiðlar, skólar, stofnanir og félög lögðust á eitt og efndu til allskyns viðburða til þess að vekja athygli á deginum með ýmsu móti. Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru í fyrsta sinn veitt 16. nóvember 1996 af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og sérstakar viðurkenningar veittar fyrir störf í þágu íslenskunnar á hátíðarsamkomu og hafa verið veitt árlega frá þeim degi.

Í ár fara flest öll hátíðarhöld fram rafrænt frá hinum ýmsu vígstöðum og um að gera að skoða það sem í boði er ef fólk hefur áhuga á því.



© 2016 - 2024 Karellen