Karellen
news

Dagur jarðar, plokkdagurinn og dagur umhverfis

23. 04. 2021

Það er mikilvægt að huga vel að umhverfinu í kringum okkur og passa upp á jörðina okkar með því að tína upp rusl sem verður á vegi okkar og flokka það á réttan hátt.

Í april mánuði eru þrír dagar með stuttu millibili sem tengjast umhverfis- og náttúruvernd. 22. Apríl er dagur jarðar, sem fyrst var haldinn hátíðlegur árið 1970 og var svo gerður að alþjóðlegum degi móður jarðar árið 2009. Laugardaginn 24. Apríl verðurstóri plokkdagurinn haldinn hátíðlegur í fjórða sinn þar sem fólk nýtur útiveru og hreinsar umhverfið sitt í leiðinni. Þann 25. Apríl næstkomandi er svo dagur umhverfis sem haldinn er hátíðlega á hverju ári en á hátíðarsamkomu umhverfis- og auðlindaráðherra eru afhentar viðurkenningar fyrir störf á sviði umhverfisála.

Á Holtakoti látum við ekki okkar eftir liggja og hjálpumst að við að halda umhverfinu í kringum okkur hreinu og finu. Börnin á öllum deildum fóru í morgun, föstudag 23. apríl, í útiveru vopnuð fötum og tíndu upp rusl á skólalóðinni okkar. Ruslið var svo flokkað eftir því sem við átti og sett í viðeigandi ruslatunnur.

© 2016 - 2024 Karellen