news

Eldgos á Mýri

16. 04. 2021

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að það er eldgos í Geldingadölum enda er það á allra vörum í þjóðfélaginu síðustu daga, margir búnir að leggja leið sína upp að gosinu til þess að sjá þetta náttúru undir berum augum.

En litlir fætur er nú tæplega að fara að leggja leið sína í slíka göngu en þess í stað notfærum við okkur þessa frábæru tækni sem nútíminn hefur upp á að bjóða. Börnin á Mýri horfðu á streymið á spjaldtölvunni frá eldgosinu og máluðu þessar líka flottu eldgosmyndir á meðan.

Myndirnar þeirra voru svo hengdar upp í ganginum fyrir framan fataklefann á Mýri til sýnis.

© 2016 - 2021 Karellen