news

Eldgos í boði Hafdísar og Heru

20. 04. 2021


Eldgosið er á allra vörum og börnin hafa ekki síður verið að spá og spöglera í þessu náttúruundri, og ekki ólíklegt að einhver börn séu jafnvel búin að fara og sjá eldgosið með eigin augum. Í útiveru eftir hádegi föstudaginn 16. apríl skelltu þær Hafdís og Hera sem starfa í eldhúsinu okkar góða, í smá tilraun fyrir börnin. Þær blönduðu saman fljótandi sápu, matarsóda og rauðum matarlit í flösku sem þær fóru með út til barnanna og að lokum helltu þær borðediki út í blönduna og úr varð þetta líka fína litla eldgos í sandkassanum okkar. Börnunum þótti þetta heldur betur tilkomu mikið og spennandi.

© 2016 - 2021 Karellen