Karellen
news

Flutningur á milli deilda

18. 08. 2020

Mánudaginn 17. ágúst var flutningur á milli deilda, en þá fluttu börnin af Mýri yfir á Hlið eða Tröð, og börnin á Seylu fluttu yfir á Mýri. Eins og venjan er fluttu börnin kassana sína og útifötin sjálf af gömlu deildinni yfir á þá nýju.


Börnin á Mýri mættu mjög spennt í leikskólann tilbúin til þess að fara á "stóru deildina" eins og mörg höfðu orð á, með miklu stolti. Hópurinn sem var á Mýri síðasta vetur saman stóð af tveimur árgöngum, börnum fæddum 2016 og 2017.

Á Tröð verða tveir árgangar saman börn fædd 2015 og 2016. Starfsmennirnir þar verða áfram þeir sömu og síðasta vetur, Ína, Alice og Kristín Þóra ásamt Moniku sem verður fastur starfsmaður á Tröð í vetur.

Á Hliði verða þrír árgangar saman, börn fædd 2015, 2016 og 2017. Sæa og Birna verða áfram á Hliði ásamt Hönnu Dögg, deildarstjóra og Jóhönnu.


Á Seylu síðasta vetur voru tveir árgangar, börn fædd 2018 og 2019, en eldri árgangurinn þar flutti yfir á Mýri í gær ásamt Aldísi og Heleen sem fylgdu þeim yfir og koma til með að vera á Mýri í vetur ásamt Maríu sem tekur við sem deildarstjóri og Tuqa sem var að koma aftur í vinnu eftir fæðingarorlof.

Börnin sem fædd eru 2019 verða áfram á Seylu í vetur. Það verður rólegt hjá þeim í ágúst og september en svo bætast við fleiri börn fram að jólum. Kristín Jóna og Gabríela færðu sig um deild og ætla að vera á Seylu í vetur.

© 2016 - 2024 Karellen