Karellen
news

Forvarnarvika Garðabæjar 7.-14. október

15. 10. 2020

Hin árlega forvarnavika Garðabæjar verður haldin dagana 7.-14. október 2020. Þema vikunnar er: ,,AÐ STANDA MEÐ SJÁLFUM SÉR". Að þessu sinni fer dagskráin aðallega fram innan skóla, í litlum hópum og á vefmiðlum. Það er íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar og ungmennaráð Garðabæjar sem standa að forvarnaviku í samstarfi við skóla bæjarins, félagsmiðstöðvar o.fl. Upphaf forvarnaviku Garðabæjar hittir líka á forvarnardag sem er haldinn á landsvísu 7. október að frumkvæmdi forseta Íslands. Á vef Garðabæjar er hægt að lesa nánar um forvarnarvikuna og hægt að nálgast dagskránna sem boðið er upp á.

Í tilefni af forvarnarvikunni hittust Mýri og Seyla inni á Mýri, föstudaginn 9. okt, og hofðu saman á fræðslumyndband eftir Gunnar Helgason og Felix Bergsson sem heitir: "Hvernig stöndum við með sjálfum okkur og um leið hjálpum þeim sem eru í vanda?“

Eldri deildarnar fengu líka að horfa á myndbandið í samverustund í forvarnarvikunni. Þau veltu því líka fyrir sér hvað það þýðir að standa með sjálfum sér og að við erum öll ólík en það sem skiptir mestu máli er að vera maður sjálfur og bera virðingu fyrir sér og öðrum.


© 2016 - 2024 Karellen