Karellen
news

Yndislegar móttökur

19. 10. 2020

Föstudaginn 16. október fóru börnin á Hliði og heimsóttu vinkonu sína hana Klöru Dís, sem hefur verið fjarverandi úr leikskólanum í nokkra daga. Klara Dís varð fyrir óhappi í haust og hefur ekki geta mætt í leikskólann söku þess. Börnin voru búin að útbúa kort handa henni.

Börnin voru búin að teikna eina litla mynd hvert um sig á kortið með nafninu sínu undir og kennararnir skrifuðu svo batakveðjur til hennar aftan á kortið. Móttökurnar sem börnin fengu voru heldur betur fallegar. Börnin fengu djús á pallinum og heimabakaða snúða sem móðir Klöru Dísar hafði bakað fyrir þau. Við óskum Klöru Dís góðs bata og vonum að við sjáum hana sem fyrst aftur í leikskólanum um leið og við þökkum foreldrum hennar kærlega fyrir yndislegar móttökur.

Áður en haldið var aftur í leikskólann fengu börnin að sjálfsögðu að koma við á leikvellinum við Vesturtúnið og fara eina salíbunu í aparólunni í Álftanesskóla.

© 2016 - 2024 Karellen