Karellen
news

Heimsókn frá tannlæknanema í tannverndarviku

10. 02. 2020

Á hverju ári standa Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands fyrir tannverndarviku sem í ár var 3.-7. febrúar, með þeim skilaboðum til landsmanna um að huga betur að tannheilsunni og leggja enn meiri áherslu á góða tannhirðu. Holtakot hefur tekið þátt í þessari viku með því að leggja áherslu á verkefni sem tengjast tannvernd og tannheilsu. Börnin á eldri deildum hafa t.d. spáð í hvaða matur og drykkir hefur áhrif á tannheilsu, s.s. hvað er hollt og hvað er óhollt fyrir tennrnar okkar, litað myndir tengdum tannvernd ofl.

Föstudaginn 7. febrúar fengum við svo til okkar hana Hrafnhildi Ýr Ólafsdóttur, tannlæknanema, sem hefur komið til okkar síðustu ár í tenglsum við tannverndarvikuna. Hrafnhildur var með fræðslu fyrir börnin um tannhirðu og sýndi þeim m.a. teiknimynd um hvað það skiptir miklu máli að bursta tennurnar. Öll börnin fengu svo að gjöf tannbursta og litla tannkremstúpu.

© 2016 - 2024 Karellen