news

Heimsókn í frístund

26. 04. 2021

Elstu börnin okkar í skólahóp á Hliði og Tröð fengu að heimsækja frístundarheimilið í Álftanesskóla síðasta föstudag, þann 23. apríl. Börnin hefja skólagöngu sína í grunnskóla í haust og mörg hver eiga eflaust eftir að nota svo frístundarheimilið þegar skóladeginum líkur, þá er nú ekki slæmt að vera aðeins búin að fá að kynnast nýju umhverfi.

Hún Auður sem er yfir frístundinni hitti börnin á föstudag og sagði þeim örlítið frá því hvað hægt er að gera í frístundinni og svo fengu börnin að prufa hin ýmsu verkefni og skoða það leikefni sem er í boði. Þeim þótti þetta heldur betur spennandi enda fullt af leikföngum til í frístund sem ekki eru til í Holtakoti.

© 2016 - 2021 Karellen