Karellen
news

Hjóladagur á Holtakoti

05. 06. 2020

Föstudaginn 5. júní var hjóladagur á Holtakoti.Börnin mættu öll glöð og spennt með hjól, hlaupahjól eða eins og nokkrir á Seylu með sparkbíla.

Allir mættu með hjálma á höfðinu tilbúnir að fara að hjóla í útiverunni.

Eins og hefð hefur skapast fyrir var leikskólagarðinum skipt upp í svæði til þess að allir fengju nægilegt pláss til þess að hjóla. Búið var að loka bílaplaninu fyrir framan leikskólann í morgun og fengu elstu börnin á Hliði og Tröð að hjóla þar. Þeir sem treystu sér til fengu að hjóla á göngustígnum í kringum leikskólann en þá voru starfsmenn búnir að stilla sér upp á fjórum mismunandi stöðum til þess að hafa góða yfirsýn yfir börnin á meðan þau hjóluðu hringinn.

Börnin á Mýri voru í stóra garðinum fyrir aftan leikskólann með hjólin sín og þótti mjög spennandi að hjóla þar.

Litlu krílin á Seylu voru í garðinum fyrir framan Mýri með hjólin og sparkbílana sína í rólegheitum.


Dagurinn var mjög vel heppnaður þrátt fyrir vind og kulda, en börnin létu það nú ekki á sig fá og nutu sín vel . Börnin á Hliði og Tröð fóru svo aftur út að hjóla eftir hádegið í leikskólagarðinum.


© 2016 - 2024 Karellen