news

Holtakot 15 ára

28. 04. 2021

Í dag var leikskólinn okkar 15 ára og af því tilefni var slegið til veislu.

Við byrjuðum öll saman í sal og sungum afmælissönginn og fleiri vel valin lög. Okkar ástkæri leikskólastjóri var svo færð gjöf frá starfsfólkinu en hún hefur verið við stýrið allan tímann og stigið öldurnar í lífsins ólgusjó.

Eftir hefðbundið leikskólastarf slógu 2 elstu deildarnar í gott partý í salnum þar sem músíkin og dansinn var við völd og var mikil gleði hjá bæði börnum og starfsfólki. Allir fengu svo afmælisköku í kaffinu.

Færðum Ragnhildi fallega styttu og blómvönd

Súkkulaðikakan sló í gegn hjá börnunum


© 2016 - 2021 Karellen