Karellen
news

Í rigningu ég syng....

16. 02. 2021

Rigningin gleður, kætir og bætir! Þegar maður þarf að vera í pollagalla og stígvélum í útiveru þá er tilvalið að nýta tækifærið til þess að sulla og drullumalla. Börnin á eldri deildunum skemmtu sér konunglega í útiveru eftir hádegið í dag og fengu að sulla frá sér allt vit. Bakaðar voru drullukökur og lækir og ár mótaðar í sandkassanum. Starfsmennirnir drógu fram brunaslönguna og sprautuðu á útisvæðið.

Börnin nutu heldur betur útiverunnar í sullinu og voru margir orðnir drullugir upp fyrir haus eftir allt stuðið. Áður en hægt var að halda inn aftur þurfti að skola drulluna og sandinn af börnunum og það er nú ekki síður skemmtilegt að láta bununa gusast á sig. Það getur sko verið svakalegt fjör að leika úti í bleytunni!

© 2016 - 2024 Karellen