news

Lubbi finnur málbein

14. 10. 2020

Lubbi er góður vinur okkar sem kennir börnunum íslensku málhljóðin í Lubbastund einu sinni í viku og býður okkur í leiðinni í ævintýraferð um Ísland þvert og endilangt í leit að málbeinunum.

Á Seylu og Mýri er tekið fyrir eitt málhljóð í mánuði sem er skoðað í hverri viku. Í Lubbastund fá börnin að knúsa og heilsa upp á Lubba á meðan þau hlusta á ljóðið um málhljóðið sem er tekið fyrir í hvert sinn.

Í október er málhljóð mánaðarins M/m á yngri deildunum. Börnin koma til með að vinna með málhljóðið út október.

Á Hliði og Tröð fara börnin líka í Lubbastund einu sinni í viku en þau fá nýtt málhljóð í hverri viku og vinna því með öll málhljóðin yfir veturinn.

Lubbi er auðvitað alltaf viðstaddur í þessum stundum, hann fær að fylgjast með og börnin fá að knúsa og heilsa upp á hann. Börnin hlusta svo á ljóðið sem fylgir hverju málhljóði ásamt þeim hljóðum sem þau hafa þegar tekið fyrir. Með hverju málhljóði fylgir saga í bókinni þar sem Lubbi ferðast á milli staða á Íslandi sem eru tengdir málhljóðunum því hann er að leita að málbeinunum sínum, kennari les söguna fyrir börnin. Þá eru valin tvö orð sem eru skrifuð á beinin hans Lubba sem hanga í fataklefanum, eitt orð sem byrjar á hljóðinu og annað sem er með málhljóðið inni í miðju orði og að lokum klappa þau svo atkvæðin í orðunum.

Þá eru valin tvö orð sem eru skrifuð á beinin hans Lubba sem hanga í fataklefanum, eitt orð sem byrjar á hljóðinu og annað sem er með málhljóðið inni í miðju orði og að lokum klappa þau svo atkvæðin í orðunum. skoða líka nöfnin sín og segja til um hvort málhljóðið er í nafninu þeirra eða ekki.


© 2016 - 2020 Karellen