Karellen
news

Mömmu og ömmukaffi á bolludag

24. 02. 2020

Mánudaginn 24. febrúar var bolludagurinn haldinn hátíðlegur á Holtakoti. Mæðrum og ömmum var boðið í kaffisopa og heimabakaðar rjómabollur í tilefni af konudeginum 23. febrúar. Gaman var að sjá hversu margar mömmur og ömmur sáu sér fært að koma í heimsókn, gæddu sér á kaffi og rjómabollum og settust svo í leik með börnunum inni á deildum.


Á Tröð voru börnin búin að teikna fallegar myndir af sér með mömmu og ömmum sínum sem héngu uppi á veggjum til sýnis. Börnin á Hliði buðu gestunum sínum í salinn og tóku lagið fyrir þær, börnin á Mýri voru búin að útbúa skemmtilegar kórónur og skreyta og börnin á Seylu voru afskaplega glöð en samt pínu hissa yfir þessu öllu saman.

Við viljum þakka öllum mæðrum og ömmum kærlega fyrir heimsóknina í morgun. Vonandi hafið þið notið heimsóknarinnar jafn mikið og við, og til hamingju með konudaginn í gær allar konur.

Í tilefni af bolludeginum fengu börnin og starfsfólk svo fiskibollur í hádeginu með kartöflum og brúnni sósu og að sjálfsögðu var boðið upp á rjómabollur með sultu og súkkulaði í kaffitímanum.

© 2016 - 2024 Karellen