Karellen
news

Öskudagsfjör á Holtakoti

17. 02. 2021

Miðvikudaginn 17. febrúar rann sá langþráði dagur upp, Öskudagur. Börnin mörg hver búin að bíða mjög lengi eftir að þessi dagur renni upp afþví að þá má koma í búning í leikskólann.

Börnin og starfsfólkið mættu annað hvort í búning eða náttfötum í leikskólann mjög spennt að sýna sig og sjá aðra.

Spennan var í hámarki þennan dag hjá yngri kynslóðinni enda var í vændum skemmtun í sal leikskólans fyrir eldri börnin og inni á Mýri fyrir þau yngri þar sem byrjað var á því að slá köttinn úr tunnunni.

En í vikunni á undan voru börnin á Tröð og Hliði búin að hjá hjálpast að við að skreyta sitt hvora tunnuna (pappakassa), ein tunna fyrir eldri börnin og önnur fyrir þau yngri.


Allir fengu að reyna sig í því að slá köttinn úr tunnunni og að lokum með samvinnu allra tókst að slá rúsínupakkana úr tunnunni og hvert og eitt barn fékk einn lítinn rúsínupakka í verðlaun og svo dönsuðu allir saman áður en haldið var aftur inn á deild.

Hlið og Tröð skelltu sér svo saman út í göngutúr til að viðra sig og búa til pláss fyrir regnbogaskyrið og regnboga bollurnar sem boðið var upp á í hádeginu í tilefni dagsins.

© 2016 - 2024 Karellen