news

Páksaveisla og gulur/grænn dagur

26. 03. 2021

Páskarnir eru á næsta leiti og í dag var páskaveisla á Holtakoti. Börn og starfsfólk gerðu sér glaðan dag með því að mæta í einhverju gulu eða grænu, sumir mættu meira að segja bæði í einhverju gulu og einhverju grænu og tóku þetta alla leið.

Starfsfólkið setti upp langborð á deildum og búið var að dekka borðin með dúkum, blómum og fíneríi á borðum eins og í alvöru veislu og þótti börnunum þetta allt saman mjög tilkomumikið og fínt og nutu matarins í rólegheitum. Borðið var upp á páskalamb, brúna sósu, kartöflur, salat, fetaost og rauðkál.

© 2016 - 2021 Karellen