Karellen
news

Skólastarfið að hefjast á ný

01. 09. 2021

Nú er ágúst liðinn undir lok og september mættur með haustið.

Lífið á Holtakoti er allt að detta í sitt vanalega horf og allir komnir aftur eftir sumarleyfi, bæði börnin og starfsfólkið okkar.

Þessa vikuna fóru eldri deildarnar í salinn í fyrsta sinn síðan í vor og ekki var laust við að börnin væru mjög spennt að komast í rútínuna aftur enda er alltaf mikið fjör í salnum.

Á Mýri er aðlögun vel á veg komin en um miðjan ágúst stigu 11 kríli sín fyrstu skref í leikskólagöngu sinni. Börnin eru enn að aðlagast nýjum aðstæðum og að vera fjarri mömmu og pabba yfir daginn. Í næstu viku koma svo fleiri börn á Mýri og 8 börn hefja aðlögun á Seylu ásamt foreldrum sínum. Þennan veturinn verða litlu krílin á tveimur deildum enda er 2020 árgangurinn mjög stór.

Skólahópurinn fer svo í fyrsta sundtímann á föstudag og í næstu viku byrja eldri deildarnar að fara í Ásgarð og íþróttahúsið.

© 2016 - 2024 Karellen