Karellen
news

Söngstund hjá Mýri og Seylu

14. 09. 2020

Föstudaginn 11. september ákváðu yngri deildarnar að gera sér glaðan dag og brjóta upp morguninn. Klukkan 9 fóru börnin á Seylu ásamt starfsfólkinu í heimsókn yfir á Mýri og höfðu litla vinastund og sungu nokkur lög saman. Eftir sönginn fengu börnin svo ávexti á sinni deild.

Vinastundin hjá yngri deildunum var örlítil upphitun áður en vinastundin í salnum hefst aftur á næstunni, en það hefur ekki verið vinastund í sal frá því í vor. Í vetur halda þeir félagar í Stuðsveitinni Fjör áfram að heiðra okkur með nærveru sinni og við hlökkum mikið til að fá þá í heimsókn til okkar enda er ávallt mikið stuð þegar þeir koma í heimsókn.

© 2016 - 2024 Karellen