Karellen
news

Tannverndarvika 2021

09. 02. 2021

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands stóðu fyrir tannverndarviku 1.-5. febrúar 2021 með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að heilsunni. Áhersla að þessu sinni var á súra orkudrykki sem innihalda koffín en öll þurfum við að vera betur upplýst um skaðleg áhrif orkudrykkja bæði á almenna heilsu og tannheilsu ungmenna.

Á vefsíðu landlæknis er hægt að leysa meira um tannverndarvikuna og skoða fræðslumyndbönd sem tengjast tannheilsu.

Börnin á Holtakoti tóku þátt í vikunni meðal annars með því að ræða um tennur og tannheilsu, hvað er hollt fyrir tennurnar og hvað ekki. Þau fengu að lita fallegar myndir sem tengjast tannvernd sem fengnar voru á síðu landlæknis. Í lok vikunnar á eldri deildum hlustuðu börnin á söguna um þá bræður Karíus og Baktus.

© 2016 - 2024 Karellen