Lubbi býður öllum börnum í ævintýraferð um Ísland þvert og endilangt í leit að 35 málbeinum sem hjálpa honum að læra íslensku málhljóðin, fljótt og vel. Hann býður ykkur jafnframt að koma í Hljóðasmiðjuna sína til að æfa ykkur í að tengja saman hljóðin og læra að lesa og skrifa.

Á öllum deildum fara börnin í Lubbastund á föstudögum þar sem er hlustað á lögin sem fylgja hverju málhljóði og bókin skoðuð. Á eldri deildum koma börnin með hluti að heiman sem þau tengja við málhljóð vikunnar, fá að sýna hinum börnunum og klappa atkvæði orðanna, einnig hjálpast börnin að við að finna orð sem byrjar á eða hefur staf vikunnar inni í orðinu.


© 2016 - 2020 Karellen