Karellen

Lubbi býður öllum börnum í ævintýraferð um Ísland þvert og endilangt í leit að 35 málbeinum sem hjálpa honum að læra íslensku málhljóðin, fljótt og vel. Hann býður ykkur jafnframt að koma í Hljóðasmiðjuna sína til að æfa ykkur í að tengja saman hljóðin og læra að lesa og skrifa.

Á öllum deildum fara börnin í Lubbastund einu sinni í viku og hjálpast svo að við að finna orð sem byrjar á eða hefur staf vikunnar inni í orðinu. Í Lubbastund er hlustað á lögin sem fylgja hverju málhljóði, bókin skoðuð og nýtt málhljóð er kynnt til sögunnar. Málhljóð vikunnar er svo skoðað börnin klappa atkvæði orða, skoða nöfni sín hvort málhljóðið sé í þeirra nafni o.s.frv.


Hér er hægt að fá fleiri upplýsingar um Lubba



© 2016 - 2024 Karellen