Langt er liðið á sumarið og haustið fer að taka við í upphafi nýs skólaárs. Vikuna 14.-18. ágúst hófst aðlögun nýrra barna hjá okkur á Holtakoti. Í vikunni byrjuðu 9 börn samtals, 5 börn á Seylu fædd 2022, 3 börn á Mýri fædd 2021 og 2022 og 2 börn á Hliði fædd 2018 og 2019.
Í vetur verða yngstu börnin á Seylu og Mýri, en á Seylu verða börn fædd 2022 og á Mýri verða börn fædd 2021 og 2022. Á Tröð verða börn fædd 2020 og 2021 og á Hliði verða börn fædd 2018, 2019 og 2020.
Í næstu viku kemur svo næsti hópur í aðlögun. Áætlað er að aðlögun verði lokið í bili um miðjan september.
Í sumar hefur einnig bæst í starfsmannahópinn okkar góða og bjóðum við alla hjartanlega velkomna.
Við hlökkum til að takast á við nýtt skólaár með öllum þeim verkefnum sem framundan eru.