Október er mánuður bleiku slaufunnar. Landsmenn eru kvattir til að hafa bleika litinn áberandi, og sérstaklega föstudaginn 20. október sem er dagur Bleiku slaufunnar, en þá mættu margir í einhverju bleiku í leikskólann.
Á Holtakoti var litur mánaðarins bleikur. Börnin voru mjög dugleg að mála og lita bleikt föndur og bleika slaufan var í hávegum höfð í föndrinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Allir gerðu eitthvað bleikt á sinni deild.
Þessa vikuna hafa konurnar í eldhúsinu okkar bakað bleikt brauð fyrir kaffitímann sem börnunum þótti mjög spennandi og í hádeginu í dag fengu allir bleikt skyr í hádegismatinn.
Starfsfólkið á Holtakoti gerði sér einnig glaðan dag og voru með bleikar veitingar á kaffihlaðborði, það fór sko enginn svangur heim eftir þennan dag frekar en venjulega.