Karellen
news

Bóndadagur á Holtakoti

20. 01. 2023

Föstudaginn 20. janúar var bóndadagurinn haldinn hátíðlega með því að bjóða í pabba og afa kaffi í morgunsárið.

Börnin buðu feðrum sínum og öfum í morgunkaffi og með því og mætingin var heldur betur góð enda allir spenntir að fá loksins að koma í þorrakaffi á Holtakoti. Bændurnir gáfu sér góðan tíma í spjall og leik með börnunum.

Boðið var upp á rjúkandi heitt kaffi, harðfisk, flatkökur með hangikjöti og smjöri, sviðasultu og hinn ýmsa súrmat og allir tóku nokkuð hraustlega til matar síns.

Í hádeginu var svo þorrablót hjá börnum og starfsfólki sem fékk þorramat og skyr að borða. Þetta var virkilega vel heppnaður dagur og þökkum við kærlega öllum þeim sem komu í heimsókn til okkar.

© 2016 - 2024 Karellen