Karellen
news

Börn á ferð og flugi

21. 07. 2023

Enn ein vikan flogin hjá og nóg búið að hafa fyrir stafni og ýmislegt brallað á Holtakoti síðustu daga.

Í byrjun viku fóru eldri börnin í göngu út í fjöruna þar sem þau dunduðu sér við að henda grjóti í sjóinn og leika sér í sandinum.

Leikvöllurinn við Vallarhúsið var heimsóttur þar sem börnin prufuðu öll leiktækin á svæðinu og renndu sér á rassinum niður hjólabretta rampinn.

Á fimmtudaginn fóru elstu börnin sem fædd eru 2018 og 2019 í Álftaneslaug í sund fyrir hádegi sem var nú heldur betur fjör enda nokkrar ferðir farnar í rennibrautinni góðu. Á meðan þau voru í sundi fóru yngri börnin í gönguferð út á hoppubelginn þar sem þau nutu sín heldur betur að hoppa og skoppa.

Í dag var svo aftur farið í gönguferð en í þetta skiptið á leikvöllinn í Lambhaga.

Yngstu börnin á Mýri nýttu líka góða veðrið og fóru í gönguferð um hverfið þar sem þau fóru meðal annars út á leikvöllinn í Vesturtúninu og að kíkja á hestana.

Vikan var heldur betur betur fljót en við bíðum spennt eftir hvaða ævintýri bíða okkar í næstu viku.


© 2016 - 2023 Karellen