Karellen
news

Börnin baka

01. 04. 2022

Fyrir nokkrum árum síðan var alltaf haldinn fundur með eldhúskonunum og börnunum í elsta árganginum okkar, og var það kallað matarþing. Börnin fengu þá að heyra hvað fer fram í eldhúsinu og taka þátt í að móta matseðilinn með því að fá að koma með hugmyndir af því sem þau vilja sjá á matseðlinum.

Nú langar okkur að fara að endurvekja þessi matarþing svo að börnin finni að þau fái að hafa áhrif og taka þátt í því sem gerist í eldhúsinu.


Hera og Hafdís voru búnar að finna innihaldsefnin til svo að hver og einn fengi að gera allt frá grunni eins og gert er venjulega í eldhúsinu .


Börnin voru sko ótrúlega stolt og ánægð með sig þegar þau voru búin að fá að hræra öllum hráefnunum saman, hella deiginu í form og strá haframjöli yfir brauðið til að skreyta það.

Þá átti bara eftir að setja brauðið inn í ofn og leyfa því að bakast. Börnin fengu að fylgjast með hverju skrefi og fengu m.a. smá kynningu á hvað tölurnar og táknin á ofninum þýða og hversu lengi brauðn þyrftu að vera í ofninum áður en þau voru orðin tilbúin.

© 2016 - 2022 Karellen