Karellen
news

Dagur umhverfis og afmæli Grænfánans 25. apríl

22. 04. 2022

Þann 25. apríl er dagur umhverfis og 20 ára afmæli Grænfánans. Á Holtakoti ákváðum við að nota veðurblíðuna í útiveru og fá börnin á öllum deildum með okkur í lið og hreinsa til í nærumhverfi leikskólans.

Börnin voru sko alveg til í þetta verkefni og voru heldur betur rösk við tiltektina. Ýmist voru notaðar fötur eða pokar til að týna ruslið í. Tekið var til bæði inni á leikskólalóðinni okkar og svo fyrir utan hana í kringum leikskólann.

Ruslið var svo að sjálfsögðu allt flokkað í réttar tunnur og föturnar og pokana hægt að nýta svo áfram í öðrum tilgangi. Börnin elska að fá verkefni og taka þátt í þeim verkefnum sem þeim eru falin og stóðu sig svakalega vel við að hreinsa umhverfið okkar.

© 2016 - 2022 Karellen